FH - VALUR 0:2

FH - VALUR 0:2

Kaupa Í körfu

VALSMENN eiga gullna möguleika á að verða Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu eftir 20 ára bið. Þeir unnu titilinn í 19. skipti árið 1987 en hafa frá þeim tíma mátt bíða lengur eftir því að vinna þessi mestu sigurlaun í íslenskri knattspyrnu en nokkru sinni áður í sögu félagsins. Eftir frækilegan sigur á meisturum FH, 2:0, í Kaplakrika í gær blasir það við Valsmönnum að takist þeim að sigra HK í lokaumferðinni á Laugardalsvellinum næsta laugardag er titillinn þeirra. MYNDATEXTI Helgi Sigurðsson, markahrókur, hefur heldur betur sett svip sinn á Landsbankadeildina. Hann er markahæstur í deildinni og getur orðið Íslandsmeistari með Val. 2-3

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar