FH - VALUR 0:2

FH - VALUR 0:2

Kaupa Í körfu

"Við erum í dauðafæri að tryggja okkur titilinn í síðustu umferðinni. Verkefninu er að sjálfsögðu ekki lokið en við ætlum að njóta augnabliksins og síðan hefst undirbúningur fyrir lokaleikinn," sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Vals eftir 2:0-sigur Vals gegn Íslandsmeistaraliði FH í Kaplakrika í gær. FH varð þar með að sjá á eftir efsta sæti deildarinnar en þar hefur liðið verið í undanförnum 60 umferðum eða frá 19. júlí árið 2004. MYNDATEXTI Helgi Sigurðsson úr Val og Tommy Nielsen varnarmaður FH áttust oft við á Kaplakrikavelli í gær þar sem að Valur náði lykilstöðu í baráttunni um titilinn með 2:0-sigri á FH. Helgi lagði upp fyrra mark Vals og skoraði síðara markið sem er 12. mark hans á leiktíðinni en hann er markahæstur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar