Tónlistarhúsið

Tónlistarhúsið

Kaupa Í körfu

FRAMKVÆMDUM miðar vel í Austurhöfninni í Reykjavík, að sögn Sigurðar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Austurhafnarverkefnisins fyrir hönd Íslenskra aðalverktaka. Hann sagði að byggingarframkvæmdirnar yrðu þær umfangsmestu í landinu að Kárahnjúkaverkefninu loknu. Um eða yfir 300 manns vinna nú að verkinu. Á verkstaðnum við Reykjavíkurhöfn eru um 150 manns að störfum og 50-100 víðsvegar annars staðar hér á landi. Að auki vinna um 100 manns í Danmörku við verkefnið. Líklega verður byrjað í þessari viku á fyrstu veggjum tónlistarhússins sem reistir verða ofan jarðar. Unnið hefur verið að því að gera stálþil úr 16 metra löngum stálplötum og eru þær reknar um 13 metra niður á klöpp. Þilið mun loka sjóinn frá vinnusvæðinu. Fyrir innan verður byggð stærsta bílageymsla landsins á tveimur hæðum fyrir um 1.600 bíla. Kjallarinn mun ná 8-9 metra niður fyrir núverandi landhæð. Ofan á bílakjallaranum verður byggt hótel, skrifstofubygging og nýjar höfuðstöðvar Landsbanka Íslands

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar