Íslenskir hönnuðir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Íslenskir hönnuðir

Kaupa Í körfu

Þennan októbermorgun er stefnan tekin í miðbæ Reykjavíkur. Það er kalt úti en sólin skín. Ætlunin er að kíkja í búðir og skoða hvernig íslenskir fatahönnuðir sjá vetrartískuna 2005-2006 fyrir sér. Strax í Bankastrætinu dett ég inn í verslunina Aurum, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir skartgripahönnuður hefur rekið hana frá árinu 1999. Augun standa á stilkum og hendurnar fálma eftir silfurnælu og silfureyrnalokkum sem minna á blómið ljónslappa. Í því rekur inn kollinn bankastarfsmaður og splæsir á sig módelhring úr gulli þar sem líka grillir í einn demant. Fyrir innan afgreiðsluborðið stendur Berglind Laxdal fatahönnuður. Svo skemmtilega vill til að hún hannar einnig samkvæmiskjóla sem hafa víða vakið eftirtekt. Berglind hannar upp úr eldri kjólum sem henni áskotnast héðan og þaðan. Hún dregur fram einn svartan og hvítan sem fannst til dæmis í fataskápnum hjá tengdó og fær vonandi fljótt nýtt hlutverk hjá einhverri annarri. Enn ótrúlegra er að Berglind er líffræðingur sem söðlaði um, fylgdi hjartanu og lærði fatahönnun í LHÍ. Síðan hún útskrifaðist hefur hún haft nóg að gera við að hanna og sauma sérstaka kjóla. Myndatexti:Sérstaklega litríkar prjónahúfur Dóru Emilsdóttur vekja eftirtekt, 4.900 kr. Fást í Verksmiðjunni á Skólavörðustíg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar