Hjálmar Sveinsson

Hjálmar Sveinsson

Kaupa Í körfu

ÞESSI tími er betri en sá gamli að því leyti að á milli tíu og ellefu er fólk kannski nýkomið á fætur og er örlítið viðkvæmt ennþá, því það veit ekki alveg hvernig dagurinn verður. Þá vill það kannski frekar einhver rólegheit," segir Hjálmar Sveinsson, umsjónarmaður útvarpsþáttarins Krossgatna, sem er á dagskrá Rásar 1 á laugardögum. Þátturinn hóf nýverið göngu sína að nýju eftir sumarfrí, og er nú á dagskrá á milli 13 og 14 í stað gamla tímans, 10.15 til 11. Hjálmar vonar að þessi tilfærsla auki hlustun á þáttinn enn frekar. "Að vísu fékk ég ansi mikil viðbrögð við þættinum í fyrra og fólk sagði mér að það væri orðinn fastur liður hjá því að hlusta á hann um leið og það borðaði ristaða brauðsneið og drakk cappuccino. En svo voru aðrir sem sögðu að þetta væri alltof snemmt."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar