Hjálmar Sveinsson

Hjálmar Sveinsson

Kaupa Í körfu

ÞESSI tími er betri en sá gamli að því leyti að á milli tíu og ellefu er fólk kannski nýkomið á fætur og er örlítið viðkvæmt ennþá, því það veit ekki alveg hvernig dagurinn verður. Þá vill það kannski frekar einhver rólegheit," segir Hjálmar Sveinsson, umsjónarmaður útvarpsþáttarins Krossgatna, sem er á dagskrá Rásar 1 á laugardögum. Þátturinn hóf nýverið göngu sína að nýju eftir sumarfrí, og er nú á dagskrá á milli 13 og 14 í stað gamla tímans, 10.15 til 11. Hjálmar vonar að þessi tilfærsla auki hlustun á þáttinn enn frekar. "Að vísu fékk ég ansi mikil viðbrögð við þættinum í fyrra og fólk sagði mér að það væri orðinn fastur liður hjá því að hlusta á hann um leið og það borðaði ristaða brauðsneið og drakk cappuccino. En svo voru aðrir sem sögðu að þetta væri alltof snemmt." MYNDATEXTI Útvarpsmaðurinn Auk þess að sjá um Krossgötur gefur Hjálmar út bækur og fer reglulega með fólk í sérstakar borgarferðir til Berlínar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar