Blaðamannafundur í HR

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Blaðamannafundur í HR

Kaupa Í körfu

ÞAÐ væri allt í háa lofti ef hér væri vatnsaflsvirkjun sem vannýtti mikið af því vatni sem henni væri ætlað að virkja. Hér á landi bjóðast mörg tækifæri til að nýta mannauðinn miklu betur." Þetta segir Margrét Jónsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins Mannauður, en því var hleypt af stokkunum í gær. Um er að ræða verkefni sem kemur í framhaldi af verkefninu Auður í krafti kvenna en að þessu sinni verður sjónum beint að samspili vinnu og fjölskyldulífs og þeim breytingum sem eru að verða á íslenskum vinnumarkaði. Háskólinn í Reykjavík, Landsbankinn, Deloitte, Morgunblaðið og Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins standa að verkefninu en Landsbankinn er meginstyrktaraðili þess. Margs konar viðburðir, s.s. fyrirlestrar, námskeið, tónleikar og ráðstefnur, verða haldnir í tengslum við verkefnið auk þess sem sérstakt rannsóknarsvið verður starfrækt í tengslum við það. Fyrsti viðburður verkefnisins var ráðstefnan Baráttan um besta fólkið en hún var haldin á Nordica hóteli í gær. Veittu þar tveir sérfræðingar, dr. Dominique Turcq og Sir John Whitmore, íslenskum stjórnendum innsýn í þær breytingar sem eru að verða á alþjóðlegum vinnumarkaði og hlutverki stjórnenda MYNDATEXTI Oddný Guðmundsdóttir, Atli Atlason, Finnbogi Jónsson, Svafa Grönfeldt og Þorvarður Gunnarsson hleyptu verkefninu af stokkunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar