Umar Ali

Umar Ali

Kaupa Í körfu

KAUPÞING banki hefur fengið bankaleyfi í Dubai, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, og í Katar. Verður Kaupþing þá fyrstur norrænna banka til að opna útibú í Dubai. Tilkynnt var um þetta í gær. Umar Ali mun stýra starfsemi Kaupþings í Dubai og Katar og segir hann að með opnun útibúsins komist Kaupþing í þá aðstöðu að geta aðstoðað núverandi viðskiptavini sína, sem annaðhvort séu nú þegar með starfsemi í eða viðskiptum við Dubai. Sömuleiðis geti bankinn sinnt hlutverki milliliðs fyrir aðila í Mið-Austurlöndum sem vilja eiga viðskipti í Norður-Evrópu. "Hér eru gríðarleg sóknarfæri fyrir banka eins og Kaupþing," segir Umar Ali. "Nú þegar eru töluverð viðskiptaleg tengsl milli Persaflóaríkjanna og Skandinavíu og með hröðum vexti hagkerfa eins og í Dubai þá er ekki útlit fyrir annað en að þau tengsl geti styrkst enn frekar og hagnast aðilum beggja vegna borðsins." MYNDATEXTI Umar Ali stýrir Kaupþingi í Dubai og Katar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar