Hálslón og Sandfellsey

Steinunn Ásmundsdóttir

Hálslón og Sandfellsey

Kaupa Í körfu

Gert er ráð fyrir að botnrás Kárahnjúkastíflu verði lokað til fulls í dag. Hún hefur verið opin meira og minna frá því í sumar til að hægja á fyllingu Hálslóns, undanfarið að átta tíundu hlutum og þegar henni verður lokað má ætla að vatnsborð lónsins verði í um 623 metra hæð yfir sjávarmáli. Tvo metra vantar á upp á að lónið fyllist og ef að líkum lætur fyllist það í byrjun nóvember sé miðað við meðalrennsli í Jöklu undanfarin ár. MYNDATEXTI: Nú er stutt í að Hálslón fyllist. ______________________________________________ Hálslón 9. september 2007. Tekið Brúardalamegin, t.v. Kárahnjúkur og um miðja mynd hin nýja ey í lóninu sem áður var fjallið Sandfell. Þarna á lónið eftir tæpa fjóra metra í fyllingu og 70% vatnsrennsli er sett í affallið til að lónið fyllist hægar, enda Jökla nánast í venjulegu sumarrennsli m.v. mánuð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar