Magnús Kjartansson - Listaverk flutt

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Magnús Kjartansson - Listaverk flutt

Kaupa Í körfu

ÞRJÚ listaverk eftir Magnús Kjartansson heitinn voru flutt úr vinnustofu hans í Álafosshúsinu í gær. Fjarlægja þurfti glugga til að koma þeim út enda verkin afar stór en þrátt fyrir að afar litlu mætti muna gekk flutningurinn mjög vel. Deilt hefur verið um það hvort rífa mætti niður veggi í húsinu til að koma verkunum út og tækifæri gafst nú þar sem verið er að skipta um þak. Verkin voru pökkuð í plast, rennt skáhallt út um gluggann og niður með körfubíl. Kolbrún Björgólfsdóttir (Kogga) segir stefnt að því að verkin verði til sýnis á minningarsýningu um Magnús sem haldin verður í Grafarvogskirkju 21. október nk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar