Diddi fiðla

Ragnar Axelsson

Diddi fiðla

Kaupa Í körfu

TÓNLISTIN úr leikritinu Öskubusku, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í ársbyrjun 1978, lifði lengi eftir að sýningin hafði runnið sitt skeið. Sigurður Rúnar Jónsson, sem sjaldan er kallaður annað en Diddi fiðla, samdi tónlistina á sínum tíma og stendur nú að endurútgáfu hennar. Þessi útgáfa hefur staðið til lengi, en hefur ekki verið möguleg fyrr en nú því upptökurnar voru týndar. Prinsinn í ævintýrinu leitaði um allt konungsríkið að Öskubusku og fann hana á endanum. Diddi leitaði enn lengur og víðar og fann loks sína Öskubusku úti í Englandi þar sem samviskusamur upptökumaður hafði gætt hennar í næstum þrjátíu ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar