Fjársjóður

Sverrir Vilhelmsson

Fjársjóður

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá þeim Benedikt, Karólínu, Hrefnu Maríu, Hrafnhildi og Önnu Láru, þegar þau fóru í fjöruferð um helgina. "Við fórum að leita að kröbbum og skeljum en ég sá eitthvað glitra í fjörunni, þá var það eldgamall peningur. Svo fann ég annan og svo heila hrúgu og aðra hrúgu," segir hin ellefu ára Hrefna María, en krakkarnir tíndu fulla fötu af peningum í flæðarmálinu. "Við sögðum bara jibbí, jibbí, við erum rík!" segir Hrefna María, en allir í fjölskyldunni eiga nú sinn eigin happapening. Benedikt frændi hennar hefur sína kenningu um uppruna sjóðsins; að sjóræningjaskip hafi sprungið úti fyrir ströndinni og sú skýring verður hreinlega að teljast ansi góð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar