Píla sækir gervibráð

Ingólfur Guðmundsson

Píla sækir gervibráð

Kaupa Í körfu

GLEÐIN lýsir sér í öllum hreyfingum veiðihundsins Pílu þar sem hún þeysist eftir ströndinni með gervibráð í kjaftinum. Í blíðunni sem réð ríkjum um helgina gafst gott tóm til leikja og starfa hjá mönnum og ferfætlingum og brá Píla undir sig betri fætinum ásamt eiganda sínum og fékk góða þjálfun. Píla er af tegundinni labrador retriever. Eðlið lætur ekki að sér hæða, en það er að sækja veiðibráð sem hefur verið felld og prúð hlýðir Píla hverri bendingu frá húsbóndanum. Píla er rétt að verða tveggja ára og þó að ekki sé hún fullþjálfuð finnst henni ekkert skemmtilegra í heiminum en að sækja bráð, raunverulega eða gervi, og færa eiganda sínum. Fullþjálfuð fær hún að fara með í veiðitúra og sækja fenginn um langar vegalengdir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar