Friðarsúlan Viðey

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Friðarsúlan Viðey

Kaupa Í körfu

VÍGSLA friðarsúlu Yoko Ono hefur vakið verðskuldaða athygli um heim allan. Fjöldinn allur af erlendum fjölmiðlamönnum kom hingað til lands til að vera viðstaddur vígsluna og birtist umfjöllun um hana víða í gær og fyrradag. Á vefsíðu BBC er ýtarleg frétt um vígsluna auk myndbandsfréttar þar sem sýnt er frá Viðey. The New York Times er einnig með góða frétt frá Reuters um súluna og stutt viðtal við Yoko Ono sem er tekið rétt fyrir vígsluna á Íslandi. "Ég get ekki lofað að ég muni koma hingað á hverju ári þegar kveikt verður á súlunni en mér finnst að ég sé orðin hluti af Íslandi núna og mun reyna að koma hingað eins oft og ég get," sagði Ono í viðtalinu. Meðal annarra miðla sem segja frá súlunni eru Herald Tribune, The Washington Post, NME tónlistarsíðan og Japan Today

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar