Ullarvinnsla Frú Láru ehf - Þórdís Bergsdóttir

Steinunn Ásmundsdóttir

Ullarvinnsla Frú Láru ehf - Þórdís Bergsdóttir

Kaupa Í körfu

Ullarvinnsla Frú Láru á Seyðisfirði í nýsköpun ÚR Ullarvinnslu Frú Láru ehf., sem starfrækt er í látlausu húsi skammt frá Seyðisfjarðarhöfn, berst þæfð ull til eins af betri fatahönnuðum landsins, sem skapar úr henni eftirsóttan hátískufatnað og selur m.a. á Laugaveginum og í Leifsstöð. Það er Þórdís Bergsdóttir, 78 ára gömul athafnakona ættuð af Héraði og búsett á Seyðisfirði, sem á að mestu og rekur nýsköpunarfyrirtækið Ullarvinnsluna og skimar á grunni bestu ullar í heimi um lendur hönnunar og harðan heim tískunnar. MYNDATEXTI: Metnaður Þórdís Bergsdóttir hjá Ullarvinnslu Frú Láru ehf. á Seyðisfirði vill sjá veg íslensku ullarinnar aukast og segir hana bestu ull sem völ sé á.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar