Slökkvilið heimsækir leikskólann Hæðarból

Friðrik Tryggvason

Slökkvilið heimsækir leikskólann Hæðarból

Kaupa Í körfu

Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir slökkviliðsmenn í fullum herklæðum, hvað þá slökkviálfa eins og Loga og Glóð sem heimsóttu leikskólann Hæðarból í Garðabæ í gær. Heimsókn Loga og Glóðar, þessara aðstoðarmanna slökkviliðsmanna og pappírspésa, er liður í forvarnaverkefni Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um átak í eldvarnaeftirliti og fræðslu til að auka öryggi á leikskólunum og heimilum barnanna en slökkviliðin um land allt eru að hefja slíkt samstarf við leikskólana. MYNDATEXTI: Stór bíll! Átak í eldvarnamálum er í gangi árið um kring á leikskólum og þessi unga snót var mjög spennt yfir að fá að skoða slökkviliðsbílinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar