Íslandsmót í skák / Friðrik Ólafsson teflir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Íslandsmót í skák / Friðrik Ólafsson teflir

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMÓT skákfélaga hófst í Rimaskóla í Grafarvogi í gærkveldi þegar um 400 skákmenn alls staðar að af landinu settust að tafli. Þetta er fjölmennasta skákmótið sem haldið er hér á landi í ár og meðal keppenda er að finna jafnt unga skákmenn sem aldnar kempur, alþjóðlega meistara og stórmeistara, innlenda sem erlenda. Meðal þeirra sem settust að tafli í gærkvöldi var Friðrik Ólafsson, stórmeistari, en hann hefur ekki tekið þátt í þessu móti í fjölda ára. Hann tefldi á 4. borði fyrir sveit Taflfélags Reykjavíkur, sem keppti við Fjölni, og lauk skák hans með jafntefli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar