Klúbbur matreiðslumeistara

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Klúbbur matreiðslumeistara

Kaupa Í körfu

UM það bil tíu 10 þúsund manns komu á sýninguna MATUR-INN 2007 sem haldin var í húsakynnum Verkmenntaskólans á Akureyri um helgina. Það voru framleiðendur á Norðurlandi sem sýndu afurðir á sýningunni og samhliða fór fram úrslitakeppni um titilinn matreiðslumaður ársins. Þráinn Freyr Vigfússon, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, sigraði og hlaut titilinn eftirsótta. Þeir sem kepptu við Þráin Frey voru Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi og Ægir Friðriksson, Grillinu. Í sambærilegri keppni "leikmanna" í gær sigraði Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV á Akureyri. " MYNDATEXTI: Bestir Þrír efstu í keppni um titilinn matreiðslumaður ársins. Þórarinn Eggertsson, Þráinn Freyr Vigfússon og Eyjólfur Gestur Ingólfsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar