Borgarstjórn fundur um orkumál

Brynjar Gauti

Borgarstjórn fundur um orkumál

Kaupa Í körfu

EIN af þeim spurningum sem umboðsmaður Alþingis varpaði fram varðandi samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) er hvort þeir sem fóru með atkvæðisrétt á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur 3. október sl. hafi haft heimild til fara með atkvæðisréttinn án þess að leita áður eftir umboði sveitarstjórna til að afgreiða málið. Sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við telja ekki augljóst að borgarstjóri og bæjarstjórar Akraness og Borgarbyggðar á fundinum hafi haft umboð til að afgreiða málið. Það virðist þó vera fátítt að ákvarðanir varðandi Orkuveituna séu bornar undir borgarráð Reykjavíkur MYNDATEXTI Borgarstjórn Stjórn Orkuveitunnar þurfti að leita eftir umboði eigenda OR til að taka ákvörðun um sameiningu REI, en spurningin er hvort borgarstjóri gat afgreitt málið án þess að leita fyrst eftir umboði borgarráðs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar