Ísland - Lettland 2:4

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ísland - Lettland 2:4

Kaupa Í körfu

Eiður Smári Guðjohnsen bætti markametið ,VISSULEGA var gaman að skora þessi mörk og ná að bæta markametið en ég hefði viljað skipta á þeim og sigri. Í raun og veru á að duga fyrir íslenska landsliðið að skora tvö mörk á heimavelli til að innbyrða sigur en það var svo sannarlega ekki í þessum leik," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið og átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum - eftir tapleikinn gegn Lettlandi í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvellinum, 4:2. MYNDATEXTI: Fögnuður Eiður Smári Guðjohnsen fagnar fyrra marki sínu gegn Lettum og um leið nýju markameti íslenska landsliðsins, ásamt samherjum á Laugardalsvellinum - Emil Hallfreðsson, Eiður Smári, Jóhannes Karl Guðjónsson, Grétar Rafn Steinsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Hjálmar Jónsson. Gleði þeirra stóð samt ekki lengi yfir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar