Línuveiðar

Kristinn Benediktss

Línuveiðar

Kaupa Í körfu

HLUTFALL smás þorsks í afla línubáta hefur aukizt í haust. Skýringin að hluta til er sú að nú sækja menn meira í ýsu upp á grynnra vatn og þar er smærri þorskur. Í einhverjum tilfellum lætur það nærri að skipin séu að veiða jafnmarga þorska og fyrir kvótaskerðinguna en aflinn svari engu að síður til skerðingarinnar í tonnum talið. Þetta á við um línuútgerð Þorbjarnar ehf. í Grindavík. Þar hafa menn þurft að breyta sókninni vegna niðurskurðar þorskkvótans. "Uppistaðan í aflanum hjá okkur er 1 til 2,6 kílóa þorskur. Línufiskurinn er yfirleitt ekki mikið stærri. Haustið 2004 var hlutfalls fisk á þessu stærðarbili 38% , haustið 2005 var hlutfallið 42,5%, 40,8% 2006 og núna er þetta hlutfall orðið 50,8%. Undirmálið núna er 13% en var 3,7% í fyrra. MYNDATEXTI Nærri lætur að sjómenn þurfi að gera að jafnmörgum fiskum og í fyrra þó aflinn sé mun minni í tonnum talið því fiskurinn er smærri nú.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar