Landssamband smábátaeigenda Grand Hótel

Brynjar Gauti

Landssamband smábátaeigenda Grand Hótel

Kaupa Í körfu

"ÉG VERÐ að viðurkenna og segja hér hreinskilnislega að það stofnstærðarmat sem Landssamband smábátaeigenda leggur til grundvallar því að fara nær 100 þúsund tonnum fram úr veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar finnst mér afskaplega ótrúverðugt," sagði Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær. LS hafði lagt til að gefinn yrði út 220.000 tonn þorskkvóti fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hafrannsóknastofnunin lagði til 130.000 tonna hámarksafla og fóru stjórnvöld að þeim tilmælum. MYNDATEXTI Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hlusta á ræðu formanns LS.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar