Sprengjuhöllin spilar á menningarnótt

Friðrik Tryggvason

Sprengjuhöllin spilar á menningarnótt

Kaupa Í körfu

Já, það fer ekki á milli mála að Sprengjuhöllin er vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir. Fyrsta upplag að plötunni Tímarnir okkar er uppurið sem þýðir að 3.000 aðdáendur sveitarinnar hafa lagt það á sig að stökkva út í búð og kaupa gripinn. Ekkert smáafrek á þessum net- og niðurhalstímum. Hins vegar skal það viðurkennt að fáar aðrar plötur/hljómsveitir sem ógnað gætu Sprengjuhöllinni hafa gefið út plötu á síðustu vikum og því öruggt að samkeppnin mun harðna þegar fram í sækir og líða fer að jólum og því flóði sem þá alltaf fylgir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar