Dísella Lárusdóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Dísella Lárusdóttir

Kaupa Í körfu

Sópransöngkonan Dísella Lárusdóttir komst í úrslit Metropolitan-keppninnar og söng þá tvisvar á sviði Metropolitanóperunnar; fyrst með píanóundirleik og síðan með hljómsveit hússins. Hún uppskar starfssamning við þessa frægustu óperu í heimi. Freysteinn Jóhannsson ræddi við Dísellu. Ég á ekki til orð," segir Dísella (Hjördís Elín) Lárusdóttir, þegar ég spyr hvernig það hafi verið að standa á sviði Metropolitanóperunnar í New York. "Mig hafði auðvitað eins og alla söngvara dreymt um að syngja þarna án þess þó að halda að af því yrði. En svo var ég bara komin upp á þetta svið til að syngja. Ég er eiginlega ekki vöknuð enn af þeim draumi!" MYNDATEXTI Dísella Lárusdóttir gefur ekkert eftir þegar listin er annars vegar. Uppgjöf er ekki til í hennar orðabók.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar