Bæ-Bæ Ísland

Skapti Hallgrímsson

Bæ-Bæ Ísland

Kaupa Í körfu

Bæ-bæ Ísland – uppgjör við gamalt konsept" er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri og Háskólans á Akureyri sem nú er unnið að og útkoman kemur fyrir almenningssjónir 15. mars nk. þegar sýning verður opnuð í safninu og bók kemur út í samvinnu HA og bókaútgáfunnar Tinds. Hugmyndamiður og sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, en ritstjóri bókarinnar Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt og verkefnisstjóri við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Ragnar Hólm Ragnarsson, kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar, er aðstoðarritstjóri MYNDATEXTI Bæ Bæ Ísland Ágúst Þór Árnason, ritstjóri bókarinnar, Hannes Sigurðsson forsprakki verkefnisins og sýningarstjóri, Sigurbjörg Árnadóttir framkvæmdastjóri verkefnisins og Helgi Jónsson útgefandi bókarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar