Benedikt Hermansson Benni Hemm Hemm
Kaupa Í körfu
Emperor Tomato Ketchup með hljómsveitinni Stereolab er ein af mínum uppáhaldsplötum. Ég held að mér finnist hvert einasta smáatriði við þessa plötu vera algjörlega fullkomið. Í fyrsta lagi er titill plötunnar súrealísk snilld og umslagið er alveg magnað. Platan byrjar á dæmigerðu Stereolab inngöngustefi sem er eins allan tímann og svo hlaðast raddir og fleiri og fleiri hljóðfæri utaná hann alveg endalaust. Annað lag plötunnar, Cybele´s reverie, er eitt besta popplag sem ég hef heyrt á ævinni. Það er líka besta lagið í öllum heiminum til að setja í græjurnar í bílnum ef eitthvað vantar uppá stemmninguna. Svo rúllar platan áfram í gegnum hávær rokklög, fallegar gítarballöður, trommuheila- og hljómborðalúppur, og hvert einasta lag er frábært. Takttegundirnar, hörðu fornhljóðgervlarnir, öll gítarsándin og trommuleikurinn, frábæru söngkonurnar og tvítyngdu textarnir náðu allri minni athygli þegar ég heyrði þessa plötu fyrst. Og ég er enn gáttaður á snilldinni 11 árum síðar. Benedikt H. Hermannsson tónlistarmaður.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir