Jarðhræringar

Jarðhræringar

Kaupa Í körfu

PÁLL Einarsson jarðeðlisfræðingur flytur erindi á haustfundi Jöklarannsóknarfélagsins á mánudag sem nefnist "Hvað er svona merkilegt við skjálfta undir Öskju og Upptyppingum". Í kynningu á erindinu í riti félagsins segir m.a.: "Flekaskilunum í gegnum Ísland fylgja jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur. Flestar hrinurnar tengjast flekahreyfingunum beint og verða þegar stökk jarðskorpan brotnar á flekaskilunum. Í lok febrúar á þessu ári hófst hrina af smáskjálftum um 20 km austan við Öskju, undir móbergsfjallinu Upptyppingum. Virknin fór vaxandi fram eftir árinu, náði í hámarki í júlí og ágúst, en hefur dvínað talsvert í september og október." Upp úr kl. 1 í fyrrinótt hófst jarðskjálftahrina í Herðubreiðartöglum. Um hádegi í gær höfðu mælst þar 25 skjálftar og varð stærsti skjálftinn klukkan 10:12 og var sá 3,1 stig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar