Hrakningar

Halldór Sveinbjörnsson

Hrakningar

Kaupa Í körfu

LJÓST er að björgunarvesti hafa bjargað lífi fimm manns á Fremra-Selvatni í Ísafjarðardjúpi á laugardag þegar opnum báti þeirra hvolfdi skyndilega í kjölfar grimmilegrar stormhviðu sem kom eins og hendi væri veifað. Vatnið var ískalt og þurftu allir bátsverjar að bjarga sér í land á sundi, fjórar konur og einn karl. Konurnar komust í land á um 20 mínútum en samferðamaður þeirra var á aðra klukkustund í vatninu og var að niðurlotum kominn þegar hann náði landi. Eiginmenn kvennanna, sem voru í sumarbústað við vatnið, veittu manninum fyrstu skyndihjálp með heitu vatni teppi og öðrum neyðarbúnaði. Auður Yngvadóttir, ein kvennanna, segir að ferðin hafi byrjað í ágætisveðri en fólkið hafi skroppið út á vatnið til veiða sér til skemmtunar. MYNDATEXTI Hólpin Erfið raun að baki. Guðrún Karlsdóttir, Hrafnhildur Sørensen, Auður Yngvadóttir, Barði Önundarson og Elfa Jóhannsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar