Guðrún og Sunna

Brynjar Gauti

Guðrún og Sunna

Kaupa Í körfu

Tumi og táknin er tölvuleikur á íslensku fyrir yngstu börnin. Það er ekki á hverjum degi sem slíkir leikir komast í framleiðslu, en samkvæmt því sem Halldóra Traustadóttir heyrði hjá útgefendunum og hönnuðunum Guðrúnu Eiríksdóttur og Sunnu Björgu Sigurjónsdóttur eru fáir tölvuleikir til á íslensku fyrir börn á leikskólaaldri. Þegar Guðrún Eiríksdóttir nam tölvunarfræði við Háskóla Íslands lá það ekki beint við að stofna eigið fyrirtæki og framleiða tölvuleiki. Tölvubransinn er enn mjög karllægur, þ.e. fáar konur stunda nám í tölvunarfræðum og yfirleitt einkennist starfsstéttin af karlmönnum. MYNDATEXTI Frumkvöðlar Guðrún Eiríksdóttir og Sunna Björg Sigurjónsdóttir með brúðuna Tuma og tölvuleikinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar