Vináttan þróaðist í ást

Hafþór Hreiðarsson

Vináttan þróaðist í ást

Kaupa Í körfu

ÞAU kynntust í fiskvinnslu á Húsavík. Sem væri ekki í frásögur færandi nema af því að hún er frá Lima í Perú og hann er frá Poznan í Póllandi. Elke Foelsche Polo og Piotr Paweł Kasperczak eru ástfangin og horfa bjartsýn til framtíðar. Elke kom til Íslands fyrir rúmu ári ásamt dóttur sinni, Sussette Terrazas Foelsche. Hún segir helstu viðbrigðin við búsetu í nýju landi vera frelsið. Veðrið segir hún ekki vera neitt vandamál og dásamar náttúruna. Piotr kom hingað til lands, eins og svo margir landar hans, í von um betra líf í öðru landi. Hann segir vinnutíma vera styttri hér og kaup og kjör betri en í heimalandinu, Póllandi MYNDATEXTI Á Húsavík Sussette Terrazas Foelsche; móðir hennar, Elke Foelsche Polo; Piotr Paweł Kasperczak og Karol, sonur hans. Njóta frelsisins á Húsavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar