Undradýr úr trjágreinum og dagblöðum

Sigurður Jónsson

Undradýr úr trjágreinum og dagblöðum

Kaupa Í körfu

Hveragerði | "Mér finnst fengur að því að fá hann hingað með námskeið fyrir börn og stefni að því að halda svona vinnustofur í safninu. Mín ósk er að safnið verði lifandi og rækti myndlistaráhuga frá barnæsku," sagði Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga, sem hefur boðið til sín indverska myndlistarmanninum Baniprosonno, sem dvelur nú í listamannaíbúðinni í Hveragerði og hefur starfrækt litríkar og fjörugar listasmiðjur fyrir börn í Listasafni Árnesinga. MYNDATEXTI Listasmiðja Börnin gerðu undradýr í listasmiðjunni í Listasafni Árnesinga. Hér er hópurinn með listamanninum Baniprosonno og Putul konu hans og hluta afraksturs námskeiðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar