Védís Hervör Árnadóttir

Friðrik Tryggvason

Védís Hervör Árnadóttir

Kaupa Í körfu

Jólin 2005 tók Védís Hervör að sér að syngja við jólahlaðborð á Þingvöllum og segir það hafa verið dásamlegt, að ekki sé meira sagt. "Það var hreint dásamlegt. Ég og gamall skólafélagi minn, píanóleikarinn Valdimar Kristjónsson, keyrðum í öllum veðrum á Hótel Valhöll á Þingvöllum hvert föstudags- og laugardagskvöld í desembermánuði. Við vorum með um 45 lög á dagskránni og tókum aðeins tíu mínútna hlé á hverju kvöldi að mig minnir. Það var okkar eigið val en það er greinilegt að við tókum þetta út með sældinni því að margir söngvarar súpa hveljur þegar ég segi þeim frá þessu." MYNDATEXTI Védís Hervör ætlar að syngja meira af eigin lögum fyrir jólin í ár en jólalögum enda að gefa út sólóplötu. Hún er samt mikil jólastelpa sem hefur gaman af undirbúningnum og saumar jafnvel stundum út í eitthvað fallegt fyrir nána vini.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar