Tungufljót

Sigurður Sigmundsson

Tungufljót

Kaupa Í körfu

Laxveiðin gekk afar vel í Tungufljóti í Biskupstungum í sumar, en á síðustu árum hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu laxveiða í fljótinu. Veiðin hófst 20. júlí í sumar og þegar veiði lauk á laugardag, þremur mánuðum síðar, voru rétt tæplega 600 laxar komnir á land. Veiðin er mest neðan við fossinn Faxa, þar sem er laxastigi með teljara í, en á því svæði er veitt með fjórum stöngum. Um 600 laxar hafa farið upp stigann. Unnið hefur verið að því að finna legustaði laxins á efra svæðinu en fyrirhugað er að koma þar fyrir fleiri sleppitjörnum í framtíðinni. Biskupstungurnar eru því komnar í hóp laxveiðisvæða landsins. "Óhætt er að segja að þetta sé ævintýri líkast," segir Snorri Ólafsson, veiðieftirlitsmaður og umsjónarmaður fiskiræktar í Tungufljóti í Biskupstungum, þegar hann var heimsóttur nýlega. MYNDATEXTI Klakfiskar Snorri Ólafsson, umsjónarmaður fiskiræktarinnar í Tungufljóti í Biskupstungum, og Jón Guðjónsson frá Laxeyri háfa laxa sem fara í klakstöð upp úr kistunni við fossinn Faxa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar