Móa í Florida

Halldór Kolbeins

Móa í Florida

Kaupa Í körfu

BREIÐSKÍFA Móu, "Universal", kemur út í Bandaríkjunum á næstunni og af því tilefni bauð Tommy Boy útgáfufyrirtækið henni að halda tónleika síðastliðið mánudagskvöld á Winter Music danstónlistar-samkundunni sem haldin var á Miamí á Flórída. Þar voru saman komnir aðilar úr flestum geirum danstónlistarinnar, svo sem umboðsmenn helstu útgáfufyrirtækja Bandaríkjanna, upptökustjórar, fjölmiðlafólk, flytjendur og höfundar. Kynningartónleikarnir heppnuðust með ágætum og var Móu vel tekið en hún mun dvelja vestanhafs í þrjár vikur og fylgja útgáfunni eftir. MYNDATEXTI. SUNGIÐ af miklum krafti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar