Brautskráning frá Háskóla Íslands

Brautskráning frá Háskóla Íslands

Kaupa Í körfu

TÆPLEGA 400 kandídatar tóku við prófskírteinum sínum við brautskráningu frá Háskóla Íslands sem fram fór í Háskólabíói á laugardag. 111 voru brautskráðir með meistaragráðu, þar af 70% konur. Heildarfjöldi brautskráðra kandídata frá Háskóla Íslands árið 2007 er nú orðinn 1.774. MYNDATEXTI Við brautskráninguna hlutu þrír starfsmenn Háskóla Íslands viðurkenningu fyrir lofsverðan árangur í starfi. Starfsmennirnir eru Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor í læknadeild, fyrir framlag sitt til vísinda, Gylfi Zoëga, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, fyrir framlag sitt til kennslu við Háskóla Íslands, og loks Eva Dagmar Steinsson, deildarstjóri launadeildar Háskóla Íslands, fyrir lofsvert framlag sitt til góðra starfshátta og starfsmannamála við Háskóla Íslands. Með þeim á myndinni er Kristín Ingólfsdóttir rektor.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar