Rúnar Júlíusson

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Rúnar Júlíusson

Kaupa Í körfu

Stórtónleikar Rúnars Júlíussonar í Laugardalshöll ásamt fjölda gesta. Laugardaginn 27. október. Í YFIR fjóra áratugi hefur Rúnar Júlíusson staðið eins og klettur í rokkbrúnni. Plötur koma út reglulega og spiliríið er stöðugt en Rúnar sést varla sjálfur. Einbeitingin snýr öll að tónlistinni og Rúnar tranar sér lítt fram. Engu að síður er Rúnar kominn í þá stöðu að vera einn sá allra virtasti tónlistarmaður sem starfandi er í dag, hin óskoraða virðing sem fyrir honum er borin nær til allra kynslóða og það er sama úr hvaða geira kollegar hans eru, allir gefa þeir Rúnna "tvo þumla upp". MYNDATEXTI Flottir Björgvin Halldórsson var á meðal þeirra fjölmörgu sem sungu og spiluðu með Rúnari í Höllinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar