Björn Karlsson og Kristján Einarsson með Babú

Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

Björn Karlsson og Kristján Einarsson með Babú

Kaupa Í körfu

Kálfurinn Babú, svartur og myndarlegur holdanautskálfur, kom í heiminn í fjósinu í Geirakoti nokkrum mínútum áður en slökkviliðsstjórar Íslands komu þangað í heimsókn á ferð sinni um Suðurland sl. laugardag. Hjónunum Ólafi Kristjánssyni bónda og Maríu Hauksdóttur, húsfreyju í Geirakoti, þótti tilvalið að skíra kálfinn strax til heiðurs slökkviliðsstjórunum. Þeir Björn Karlsson brunamálastjóri og Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnesinga, fögnuðu kálfinum innilega í fóðurganginum í fjósinu í Geirakoti. MYNDATEXTI: Guðfeður Björn Karlsson brunamálastjóri og Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu voru ánægðir með kálfinn Babú.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar