Trilla sökk við bryggju

Jón Sigurðsson

Trilla sökk við bryggju

Kaupa Í körfu

KALLA þurfti eftir aðstoð slökkviliðs á sjöunda tímanum í gærmorgun þegar uppgötvaðist að trilla sem bundin var við bryggju í höfninni á Vopnafirði hafði sokkið. Slökkvilið kom fljótt á vettvang og tók til við að dæla vatni úr bátnum, en með trillunni dróst niður lítill bátur með utanborðsmótor. Báðir bátarnir voru komnir á þurrt fyrir hádegið, en þá var ekki vitað um umfang skemmda. Ekki er vitað með vissu hvað varð til þess að trillan sökk, en líkur eru að því leiddar að vatn hafi runnið ofan í bátinn úr slöngu sem lá á bryggjunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar