Jómfrúin

Jómfrúin

Kaupa Í körfu

EKTA dönsk purusteik er meðal þess sem mörgum finnst lostæti að gæða sér á um jólin. Þegar kemur að eldun purusteikarinnar þá skiptir öllu að vel takist til með puruna sjálfa, þ.e. að hún sé hæfilega stökk enda fátt leiðinlegra en að borða lina puru á annars fullkominni steik. Á smurbrauðsveitingahúsinu Jómfrúnni í Lækjargötu er framreidd purusteik allt árið, þó hún sé krydduð með jólalegri hætti á þessum tíma árs og borin fram með annars konar meðlæti en aðra daga ársins. Aðspurður segir Jakob Jakobsson, sem á og rekur Jómfrúna, í raun engan sérstakan galdur liggja að baki stökkri og góðri puru. MYNDATEXTI: Að sögn Jakobs Jakobssonar, eiganda Jómfrúarinnar, er purusteikin, sem hér er borin fram með tilheyrandi meðlæti, afar vinsæl um þetta leyti árs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar