Hvammstangi

Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson

Hvammstangi

Kaupa Í körfu

Mikil umskipti hafa orðið í tíðarfari hér í Húnaþingi eftir einstaklega þurrt sumar. Frá í septemberbyrjun hefur verið mikil úrkomutíð og oft á tíðum vindasamt. Sumum bændum gekk illa að ná seinni slætti, sem var á seinni skipum vegna þurrkanna. Ýmsir stefndu á heyskap um og eftir miðjan september og tókst misjafnlega. Á einu kúabúi taldist hafa tapast jafngildi 100 heyrúlla, sem bæði fauk burt og rigndi niður. Almennt eru fóðurbirgðir þó góðar og ágætar horfur með vetrarásetning.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar