Brynja Björnsdóttir

Sverrir Vilhelmsson

Brynja Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

Í HRINGIÐU grasrótarinnar skjótast upp allnokkrar baneitraðar gorkúlur og eitra hið hefðbundna leikhúsumhverfi Austurbæjar." Þannig er sýningu á vegum Unglistar sem fer fram í Austurbæ annað kvöld lýst í bæklingi hátíðarinnar. Það eru þriðja árs nemar í myndlistardeild Listaháskóla Íslands sem standa fyrir sýningunni þar sem mun úa og grúa af allskonar verkum. "Við munum leggja undir okkur Austurbæ eina kvöldstund og sýna þar myndbandsverk, skúlptúra, gjörninga, ljósmyndir og allskonar innsetningar," segir Brynja Björnsdóttir, einn hinna ungu myndlistarmanna sem standa að sýningunni MYNDATEXTI Brynja Björnsdóttir í innsetningunni miðri í SMÁTÍMA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar