Ásdís Þórhallsdóttir og Þóra Björk Smith

Ásdís Þórhallsdóttir og Þóra Björk Smith

Kaupa Í körfu

ÞEGAR Sigþór Elías kom í heiminn 24. ágúst sl. var það fjarri foreldrum hans að þeir yrðu beðnir borga fyrir kenninafnið hans. Þó þeir hafi skilað pappírum til Þjóðskrár um hvert nafn drengsins skyldi vera, líkt og kveður á um í lögum um mannanöfn, undirritað af þeim báðum, var nafnið fært á annan veg í Þjóðskrá: Sigþór Elías Smith var skráður Sigþór Elías Ásdísarson. Þegar foreldrarnir leituðu skýringa hjá Þjóðskrá fengu þeir að heyra að "líffræðilegur ómöguleiki" væri orsökin, vegna aldargamallar hefðar stæðu karl og kona að baki hverju barni. Þyrftu foreldrarnir, Ásdís Þórhallsdóttir og Þóra Björk Smith, því að undirrita skjal, sem útbúið hefur verið sérstaklega hjá Þjóðskrá, svo að fylla út eyðublað til breytingar á kenninafni og þá loksins yrði drengurinn Smith. Þetta ferli kostar foreldrana 4.400 kr. samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir fengu hjá Þjóðskrá. Skrifstofustjóri Þjóðskrár sagði við Morgunblaðið í gær að innheimtan hefði verið mistök. En gjaldið er ekki aðalmálið að mati foreldranna. MYNDATEXTI Fjölskylda Þóra Björk Smith og Ásdís Þórhallsdóttir ásamt syni sínum, Sigþóri Elíasi Smith.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar