Astrid Ogilvie

Skapti Hallgrímsson

Astrid Ogilvie

Kaupa Í körfu

BRÉF sýslumanna á Íslandi til danskra stjórnvalda frá því um 1700 til ársins 1890, um ástand lands og lýðs, eru mikill fjársjóður að mati dr. Astrid Ogilvie, veðurfarssagnfræðings við Stofnun norðurslóða- og háfjallarannsókna í Boulder í Coloradoríki í Bandaríkjunum. "Þessi bréf eru algjör gullkista," sagði dr. Ogilvie í samtali við Morgunblaðið. Astrid Ogilvie hélt í gær fyrirlestur í húsnæði Háskólans á Akureyri; árlegan minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar, og greindi frá þverfaglegri rannsókn sem hún og fleiri vinna að um loftslag, sögu og mannvistfræði á norðanverðu Íslandi. MYNDATEXTI Dr. Astrid E.J. Ogilvie ræðir við einn áheyrenda að fyrirlestrinum loknum í gær. Í baksýn má sjá ljósmynd af Vilhjálmi Stefánssyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar