Árni Matthíasson fær Bjarkarlaufið

Árni Matthíasson fær Bjarkarlaufið

Kaupa Í körfu

ÞETTA kom mér mjög á óvart og ég verð alltaf mjög hissa þegar það kemur í ljós að fólk les það sem ég skrifa, hvað þá að menn taki eftir því að ég hafi skrifað það," segir Árni Matthíasson, tónlistarblaðamaður á Morgunblaðinu, sem í gær hlaut Bjarkarlaufið fyrstur manna. Um er að ræða verðlaun sem Samtónn veitir á degi íslenskrar tónlistar og eru þau hugsuð sem viðurkenning til einstaklinga sem hafa stutt íslenska tónlist í gegnum þykkt og þunnt. Árni hefur skrifað um tónlist í Morgunblaðið frá árinu 1986, og lagt sérstaka áherslu á íslenska tónlist í skrifum sínum. "Í raun og veru er hálfasnalegt að verið sé að veita einum manni þetta, því þetta er náttúrlega samstarfsverkefni margra, þessi umfjöllun í öll þessi ár. En það er alltaf gott þegar menn geta sett einn merkimiða á hlutina," segir Árni um verðlaunin. | 18

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar