Barnabók Bryndísar Guðmundsdóttur

Sverrir Vilhelmsson

Barnabók Bryndísar Guðmundsdóttur

Kaupa Í körfu

BARNABÓKIN Einstök mamma eftir Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing kom út í gær og af því tilefni stóð Bókaútgáfan Salka ehf. fyrir útgáfuteiti í bókaversluninni Iðu við Lækjargötu. Bryndís segir að sem barn heyrnarlausrar móður hafi hún víða leitað en ekki séð sambærilega bók. Í starfi sínu sem talmeinafræðingur rekist hún iðulega á þá hindrun sem fylgi því að geta ekki tjáð sig komi ekki til skilningur og umburðarlyndi. Í bókinni séu stuttar sögur, atvik úr daglegu lífi sem séu önnur í reynsluheimi sex ára stúlku sem eigi heyrnarlausa móður en hinna sem eigi heyrandi foreldra. Viðbrögðin hafi verið góð og mamma sín sé mjög ánægð. "Ég tileinka bókina mömmu," segir hún. Á myndinni eru mæðgurnar Védís Hervör, Bryndís og Hervör Guðjónsdóttir í teitinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar