Samningur við fræðslunet

Sigurður Jónsson

Samningur við fræðslunet

Kaupa Í körfu

Selfoss | Undirritaður hefur verið samningur á milli Sveitarfélagsins Árborgar og Fræðslunets Suðurlands um sí- og endurmenntun starfsmanna sveitarfélagsins. Í tilkynningu sveitarfélagsins segir: "Samningurinn felur í sér að Árborg getur leitað til Fræðslunetsins vegna framkvæmda námskeiða, ráðstefna og annarra námstilboða fyrir starfsfólk sitt. Sveitarfélagið væntir mikils af þessu samstarfi sem er liður í markvissri þekkingaröflun starfsmanna, þeim og starfsemi sveitarfélagsins til heilla." Það voru Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri og Ásmundur Sverrir Pálsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins sem undirrituðu samninginn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar