Hér og nú í Borgarleikhúsinu

Brynjar Gauti

Hér og nú í Borgarleikhúsinu

Kaupa Í körfu

H var varst þú þegar Pravda brann?" Þetta er grundvallarspurning okkar tíma – eða að minnsta kosti þess samtíma sem birtist okkur í byrjun leikritsins Hér & nú. Hvar varst þú þegar sannleikurinn brann? Nú er sannleikurinn í Séð & heyrt og Kastljósinu, á milli auglýsinga. "Það sem við erum fyrst og fremst að fjalla um er hvernig gula pressan og fjölmiðlar almennt höndla mannlega harmleiki," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri sýningarinnar sem frumsýnd verður á Litla sviði Borgarleikhússins í dag, en verkið er samvinnuverkefni leikhússins og leikhópsins Sokkabandsins, sem þær Arndís Hrönn Egilsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir stofnuðu, en þær leika aðalhlutverk í sýningunni ásamt Hjálmari Hjálmarssyni MYNDATEXTI Tekst þeim að gera lífið skemmtilegra eða leynist eitthvað annað bak við grímuna? Veislusnifsi rignir yfir persónur leikritsins Hér & nú.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar