Dagur íslenskrar tónlistar

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Dagur íslenskrar tónlistar

Kaupa Í körfu

Í TILEFNI af degi íslenskrar tónlistar, sem var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag, sendu útvarpsstöðvarnar Rás 1 og Rás 2 beint út frá Organ við Hafnarstræti. Hljómsveitin Hjálmar og einyrkinn Mugison spiluðu meðal annars í beinni útsendingu í Popplandi á Rás 2 og Hlaupanótan og Víðsjá sendu svo út frá Organ eftir fjögurfréttir. Ungmennin í Retro Stefson léku síðan fyrir gesti og gangandi á staðnum við mikinn fögnuð. MYNDATEXTI Mugison svaraði spurningum Popplandsmanna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar