Kárahnjúkavirkjun

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun

Kaupa Í körfu

Starfsmönnum á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka hefur fækkað verulega á undanförnum vikum. Um mánaðamótin október-nóvember var fjöldinn kominn niður í um 800 manns og enn mun fólkinu fækka á næstu vikum. Á svæði Arnarfells eru núna um 200 manns við gangagröft, stíflugerð og fleira sem tilheyrir Jökulsárveitu/Hraunaveitu austan Snæfells. Gert er ráð fyrir að þar fækki fólki og um 120 manns verði á svæðinu í vetur á vegum fyrirtækisins. Í október voru boraðir 500 metrar í göngunum en hins vegar um 1.000 metrar á mánuði fjóra mánuði þar á undan. Erfiðara berg á leið borsins í október, og tilheyrandi vinna við frágang og styrkingu, skýrir þetta. Verkið í heild er vel á undan áætlun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar