Daði Sigurþórsson

Gunnlaugur Árnason

Daði Sigurþórsson

Kaupa Í körfu

ATHYGLI hefur vakið hversu góðum árangri lið Snæfells í Stykkishólmi hefur náð í körfubolta gegnum árin. Liðið hefur verið í hópi þeirra bestu þrátt fyrir að íbúarnir séu tæplega 1.200. Stykkishólmur er orðinn þekktur íþróttabær og hefur fengið umfjöllun í fjölmiðlum út á það. Velgengni eykur samheldni bæjarbúa. Það myndast stemning á heimaleikjum og útileikir eru eins og góð ættarmót þar sem brottfluttir Hólmarar flykkjast til að hvetja lið sitt og eins til að hittast. Það er löng hefð fyrir iðkun körfuboltans í Stykkishólmi og má segja að jarðvegurinn sé frjósamur. Börn og unglingar fylgjast vel með liðinu og það kveikir áhuga þeirra að feta í fótsporin. Liðið komið á fulla ferð Árangurinn lifir ekki eingöngu á hefðinni. Það eru margir sem leggja sitt af mörkum til að lið Snæfells geti verið áfram í hópi þeirra bestu. Daði Sigurþórsson er einn þeirra. Hann hefur verið formaður körfuboltadeildarinnar í tæp 2 ár MYNDATEXTI Daði með Einar Bergmann, son sinn, heima í ró.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar